Nóg af landi til bindingar í skógi segir framkvæmdastjóri Orkuseturs

Ísland hefur risatromp á hendi í formi kol­efn­is­bind­ing­ar með skóg­rækt, segir Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, á vef Morgunblaðsins, mbl.is, í dag. Nóg sé af landsvæði sem ekki sé í ann­arri notk­un sem nýta mæti til að binda kol­efni úr loft­hjúpi jarðar sem sé til­tölu­lega skil­virk og ódýr leið.

„Ef gróður­sett­ur er skóg­ur í dag þá verður hann að viðarauðlind fyr­ir börn­in sem fæðast í dag og börn þeirra. Þetta er mik­il­vægt að hafa í huga því að í dag erum við ein­mitt að ræna auðlind­um frá börn­um okk­ar með ósjálf­bærri olíu­brennslu,“ seg­ir Sig­urður Ingi enn fremur. Hann segir í viðtalinu að hlægilega auðvelt sé að draga úr losun koltvísýrings frá samgöngum á Íslandi um 40% fyrir árið 2030.

Grein mbl.is er á þessa leið:

Auðvelt að ná 40% minni los­unEinkabíllinn er helsti losunarvaldur gróðurhúsalofttegunda á Íslandi sem stjórnvöld hafa ...
Einka­bíll­inn er helsti los­un­ar­vald­ur gróður­húsaloft­teg­unda á Íslandi sem stjórn­völd hafa á for­ræði sínu að draga úr. mbl.is/​Ern­ir

Kjart­an Kjart­ans­son
kjart­an@mbl.is

Hlægi­lega auðvelt væri að draga úr nú­ver­andi ol­íu­notk­un í sam­göng­um á Íslandi um 40% fyr­ir árið 2030, að mati Sig­urðar Inga Friðleifs­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Orku­set­urs. End­ur­nýj­un fiski­skipa­flot­ans geti einnig skilað 10-30% betri nýtni og íblönd­un líf­dísils 5-10% sam­drætti til viðbót­ar.

Íslensk stjórn­völd hafa lýst því yfir að þau ætli að vera með í sam­eig­in­legu mark­miði Evr­ópu­sam­bands­ríkja og Nor­egs um að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda sem valda lofts­lags­breyt­ing­um um 40% miðað við árið 1990 fyr­ir 2030. Norðmenn hafa þegar lýst því yfir að þeir muni draga úr sinni los­un um 40% en Íslend­ing­ar hafa enn ekki til­kynnt hversu mikið þeir muni leggja af mörk­um til sam­eig­in­lega mark­miðsins.

Spurn­ing­in vakn­ar þá hvað þyrfti að ger­ast til þess að Ísland gæti dregið úr los­un sinni á gróður­húsaloft­teg­und­um um 40% á þess­um tím­aramma. Stóriðjan kem­ur lík­lega fyrst upp í huga margra enda los­ar ál­ver Alcoa í Reyðarf­irði um það bil hálfa millj­ón tonna af kolt­ví­sýr­ingsí­gild­um á hverju ári svo dæmi sé nefnt. Los­un frá stóriðju er hins veg­ar ekki á for­ræði ís­lenskra stjórn­valda held­ur fell­ur hún und­ir sam­eig­in­legt los­un­ar­bók­hald iðnaðar Evr­ópu­sam­bands­ríkja.

Gróður­húsaloft­teg­und­ir sem losna frá rotn­andi mýr­ar­jarðvegi þar sem land hef­ur verið ræst fram eru held­ur ekki tald­ar fram í lofts­lag­bók­haldi Íslands. Sú los­un er fyrst og fremst til­kom­in vegna skurða sem grafn­ir voru til að þurrka upp land á síðustu öld, fyr­ir árið 1990 sem er viðmiðun­ar­ár Kyoto-bók­un­ar­inn­ar. Tölu­vert er hægt að slá á þá los­un með end­ur­heimt vot­lend­is en bent hef­ur verið á að það eitt og sér dugi ekki til að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda.

Þá standa eft­ir þrír ris­ar í út­blæstri Íslands: sam­göng­ur, land­búnaður og sjáv­ar­út­veg­ur, þar sem draga þarf veru­lega úr notk­un jarðefna­eldsneyt­is og los­un á gróður­húsaloft­teg­und­um.


Raf­væðing fiski­mjöls­verk­smiðja á við þúsund­ir raf­bíla


Sig­urður Ingi stýr­ir Orku­setr­inu sem er sjálf­stæð stofn­un und­ir Orku­stofn­un og á að stuðla að auk­inni vit­und al­menn­ings og fyr­ir­tækja um skil­virka orku­notk­un og mögu­leika til orku­sparnaðar. Hann seg­ir flókið að draga úr los­un frá sjáv­ar­út­vegi, meðal ann­ars vegna þess að afla­brögð skipti þar miklu máli, bæði magn og teg­und­ir.

Margt já­kvætt hafi þó gerst í sjáv­ar­út­veg­in­um á und­an­förn­um árum. Fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfið hafi skilað betri nýtni en áður hafi alltof mörg skip elst við alltof fáa fiska. Þá hafi raf­væðing fiski­mjöls­verk­smiðja skilað gríðarlega miklu og sam­drátt­ur í los­un frá henni jafn­ist á við tugi þúsunda raf­bíla sem kæmu í stað bens­ín­bíla.

„Menn hafa náð ágæt­is ár­angri að ná niður ol­íu­notk­un í fiski­skip­um með ýms­um stýr­ing­um og eft­ir­liti og nú er loks­ins haf­in langþráð end­ur­nýj­un flot­ans sem mun skila 10-30% betri nýtni. Fiski­skipa­flot­inn end­ur­nýj­ast mun hæg­ar en bíla­flot­inn og eng­inn nýorku­tækni er á markaði nú sem tekið get­ur við af ol­í­unni. Hins­veg­ar má hugsa sér að auðveld­lega mætti draga úr út­blæstri fyr­ir 2030 í sjáv­ar­út­vegi um 5-10% í viðbót með íblönd­un líf­dísils,“ seg­ir Sig­urður Ingi.

Los­un frá land­búnaði er vanda­sam­ari enda kem­ur mikið af henni frá skepn­um. Sig­urður Ingi seg­ir þó að ís­lensk­ar belj­ur séu nokkuð um­hverf­i­s­vænni en ann­ars staðar vegna þess að þær éti meira af grasi en korni. Þá hafi bænd­ur mikla mögu­leika í mót­vægisaðgerðum eins og end­ur­heimt vot­lend­is og skóg­rækt.

Nær öll­um bíl­um skipt út fyr­ir árið 2030


Það er hins veg­ar í sam­göng­um á landi sem Sig­urður Ingi tel­ur að hægt væri að ná mest­um ár­angri hratt. Þar hafi al­menn­ing­ur öll spil á hendi sér og spil­in séu mörg. Lausn­irn­ar séu ótelj­andi og flest­ar þeirra séu þegar komn­ar á markað. Vanda­málið við að draga úr los­un frá sam­göng­um sé því ekki tækni­legs eðlis held­ur snú­ist það um inn­leiðingu nýrr­ar tækni.

„Ef miðað er við nú­ver­andi ol­íu­notk­un þá er 40% minnk­un hlægi­lega auðveld. Við erum að tala um 2030 það er að segja eft­ir 15 ár en þá verða 95% nú­ver­andi bif­reiða komn­ar í málm­end­ur­vinnslu. Þetta þýðir að skipt verður um um það bil alla bíla fyr­ir 2030 og í dag geta all­ir sem eiga hefðbundna ol­íu­drifna bíla auðveld­lega fengið sér að lág­marki 40% betri bíl með til­liti til út­blást­urs,“ seg­ir hann.

Vissu­lega fjölgi fólki og ferðmönn­um en þeirri aukn­ingu megi létti­lega mæta með ör­lítið bættri al­mennri nýtni í sam­göng­um í formi al­menn­ings­sam­gangna, sam­keyrslu, hjól­reiða og fleira. Gall­inn sé hins veg­ar sá að viðmiðið sam­drátt­ar í los­un sé árið 1990 en eft­ir það hafi bí­leign sprungið út á Íslandi, bæði í fjölda og stærðum og sú óheillaþróun hafi hald­ist fram til 2007 þegar vekj­ara­klukk­an hringdi.

„Árið 1990 var ol­íu­notk­un bif­reiða 164 þúsund tonn og rauk upp svo upp í 286 þúsund tonn 2007 með til­heyr­andi aukn­ingu á út­blæstri. Sem bet­ur fer hef­ur ástandið batnað með fjölþætt­um aðgerðum og var ol­íu­notk­un 2014 kom­in niður í 245 þúsund tonn þrátt fyr­ir gríðarlega aukn­ingu ferðmanna,“ seg­ir Sig­urður Ingi.


Risatromp í formi skóg­rækt­ar


Þá bend­ir Sig­urður Ingi á að líf­rænn úr­gang­ur valdi tals­verðum út­blæstri en auðvelt sé að eiga við hann. Þannig hafi Ak­ur­eyri til dæm­is fyr­ir löngu leyst þau mál með virkri söfn­un á líf­rænu sorpi og meðhöndl­un í moltu. Meðferðin á líf­ræn­um úr­gangi þar skili allt að tíu þúsund tonna sam­drætti í los­un á gróður­húsaloft­teg­und­um á ári.

Ísland hafi einnig risatromp á hendi í formi kol­efn­is­bind­ing­ar með skóg­rækt. Nóg sé af landsvæði sem ekki sé í ann­arri notk­un sem nýta mæti til að binda kol­efni úr loft­hjúpi jarðar sem sé til­tölu­lega skil­virk og ódýr leið.

„Ef gróður­sett­ur er skóg­ur í dag þá verður hann að viðarauðlind fyr­ir börn­in sem fæðast í dag og börn þeirra. Þetta er mik­il­vægt að hafa í huga því að í dag erum við ein­mitt að ræna auðlind­um frá börn­um okk­ar með ósjálf­bærri olíu­brennslu,“ seg­ir Sig­urður Ingi.

Texti: Pétur Halldórsson