Ráðstefnan Samspil milli skógarþekju og lífs í ám og vötnum (15.-16. janúar) að Laugum í Sælingsdal|

Vesturlandsskógar, Skógrækt ríkisins ? Mógilsá, Veiðimálastofnun, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Félag skógarbænda á Vesturlandi standa fyrir ráðstefnunni, sem er hin fyrsta þar sem skoðað er sambýli skóga við lífríki ferskvatns. Þegar þetta er ritað, föstudaginn 9. janúar, hafa yfir eitt hundrað manns skráð sig til þátttöku í ráðstefnunni, og búast má við að þátttakendum eigi enn eftir að fjölga.

Markmið ráðstefnu

·        Að skilgreina göt í þekkingu hvað snertir vistfræðileg áhrif skóga og skógræktar á lífríki ferskvatns

·        Að fá vísindamenn, sem starfa að rannsóknum tengdum skógrækt, veiðimálum, jarðefnafræði, vatnafræði og vistfræði til þess að kynna og bera saman fyrirliggjandi þekkingu og kynnast viðhorfum og rökum hvers annars

·       Að ná samstöðu um skipulagða þekkingarleit á þessu sviði hérlendis, í því augnamiði að nýting ferskvatns til veiða og nýting lands til skógræktar megi þrífast í góðri sátt

Hverjum er ráðstefnan ætluð?

Ráðstefnan er öllum opin.  Reiknað er með góðri þátttöku vísindamanna á sviði skógræktar, veiðimála, jarðefnafræði, vatnafræði og vistfræði auk fagfólks á sömu sviðum. Sérstaklega er hvatt til þátttöku skógarbænda, veiðibænda og  áhugafólks um skógrækt og veiðimál.

Dagskrá

Fimmtudaginn 15. janúar 2004:

12:00-12:40 Hádegisverður

12:40-12:50 Afhending ráðstefnugagna

12:50 Ráðstefna sett

13:00-14:00 Eva Ritter: ?Biogeochemistry and water quality of forest ecoystems of Northern Europe? [Líf-jarðefnafræði og vatnsgæði skógarvistkerfa Norður-Evrópu]

14:00-14:40 Freysteinn Sigurðsson: ?Grunnvatn, skógur og gæði vatns?

14:40-15:30 Sigurður Reynir Gíslason:  ?Snefilefni og grunnframleiðni í íslenskum vötnum?

15:30-16:00 Kaffihlé

16:00-16:40 Kristinn Einarsson:  ?Gróður og hringrás vatnsins?

16:40-17:20 Gísli Már Gíslason: ?Dýrasamfélög í ám og lækjum með tilliti til gróðurs og skógarþekju á vatnasviðinu?

17:20-18:15 Umræður og fyrirspurnir

Kl. 19:00 Hátíðarkvöldverður og kvöldvaka

Föstudagur 16. janúar:

7:30-8:30 Morgunverður

8:30-10:00 Colin Bean: ?Forestry and Freshwater Fish in Scotland: Assessing Impacts and Seeking Solutions? [Skógrækt og ferskvatnsfiskistofnar á Skotlandi; mat á umhverfisáhrifum og leit að lausnum]

10:00-10:30 Kaffihlé

10:30-11:10 Aðalsteinn Sigurgeirsson: ?Staða, straumar og horfur í skógvæðingu Íslands?

11:10-11:50 Sigurður Guðjónsson: ?Skógarþekja og fiskframleiðsla í ám?

11:50-12:50 Matarhlé

12:50-13:30 Stefán Óli Steingrímsson: ?Hugsanleg áhrif skóga á atferli og stofnvistfræði laxfiska í straumvatni?

13:30- 14:10 Bjarni Diðrik Sigurðsson: ?Vatnið og skógurinn: niðurstöður mælinga á íslenskum skógræktarsvæðum?

14:10-14:30  Arnór Snorrason: ?Íslensk skógarúttekt ? vöktun á eðli og útbreiðslu íslenskra skóga?

14:30-14:50 Arnór Snorrason: ?"Skógrækt í sátt við umhverfið"- leiðbeiningar um skógrækt og vatnsvernd?

14:50-15:30  Pallborðsumræður, fyrirspurnir og umræður 

15:30-16:00 Kaffihlé

16:00-16:30 Torfi Jóhannesson og Guðmundur Halldórsson: Samantekt

16:30            Ráðstefnuslit.