Dagana 19. – 20. ágúst verður ráðstefna á vegum nefndarinnar Norden skog (áður NSFP) haldin á Selfossi, en þar fer á sama tíma fram norrænn ráðherrafundur um skógarmál.

Ráðstefnan ber yfirskriftina Norrænir skógar í breyttu veðurfari og erindin, sem haldin verða á ensku og sænsku/norsku/dönsku, eru af ýmsum toga. Fjallað verður um áhrif loftslagsbreytinga á skóga, áhrif skóga á vatnsgæði og nýjar plágur, svo fátt eitt sé nefnt.