Í gær fór fram ráðstefna í Háskóla Íslands til heiðurs Stefáni Bergmann, lektor, í tilefni af starslokum hans við 70 ára afmæli hans í haust. Margir tóku til máls og minntust starfa Stefáns og hvaða áhrif hann hafði á fræðasamfélagið og þróun náttúrukennslu í kennaranámi.

Stefán átti stóran þátt í mótun Lesið í skóginn og þeim faglegu áherslum sem unnið hefur verið eftir í skógartengdu útinámi. Hann gerði kannanir meðal þátttökuskólanna og hélt uppi heiðri skógarins í náttúrfræðinámi skólans með myndarlegum hætti. Stefán hefur alla tíð fylgst vel með erlendum straumum í náttúrufræðikennslu og nú í seinni tíð sérstaklega varðandi sjáfbærniumræðuna. Hann hefur tekið ríkan þátt í mótun aðalnámskrá grunnskóla er varðar þessa þætti og skilur eftir sig mikið og gott fræðastarf á þessu sviði.

Á þessum tímamótum vill Lesið í skóginn þakka Stefáni fyrir ánægjulegt og árangursríkt samstarf á síðasliðnum 10 árum verkefnisins.

Texti og mynd: Ólafur Oddsson