Fræðsludeild Póstsins bauð starfsfólki sínu á kynningu á þeim möguleikum sem felast í ferskum viðarnytjum og tálgutækni við gerð nytjahluta- og gjafavöru úr efni skógarins. Tuttugu starfsmenn sóttu kynninguna og fóru með einn unnin grip með sér heim og reynslunni ríkari. Flestir hafa áhuga á að taka upp þráðinn með hækkandi sól og nokkrir voru alveg ákveðnir í að halda vinnunni áfram fram að þeim tíma.


Texti og mynd: Ólafur Oddsson, fræðslufulltrúi Skógræktar ríkisins.