Í febrúar og mars var unnið að uppsetningu á nýjum netþjónum hjá aðalskrifstofu og á Hallormsstað.  Einnig voru settar upp nýjar gagnaflutningslínur milli aðalskrifstofu og Hallormsstaðar og Vagla.  Einhver vandamál hafa komið upp varðandi Agresso vegna flutnings á nýjan server en þau eru ekki verri en við höfum lent í áður.

Ríkisendurskoðun mun gera úttekt hjá Skógrækt ríkisins fyrir lok apríl.  Fjármálastjóri og starfsmaður ríkisendurskoðunar hafa hafið undirbúning að þessari úttekt.  Að þessu sinni mun ríkisendurskoðun leggja áherslu á að skoðan rekstur stofnunarinnar, en í fyrra var meiri vinna lögð í að skoða efnahag stofnunarinnar.  Fjármálastjóri óskar eftir samvinnu starfsmanna S.r.
við söfnun þeirra gagna er ríkisendurskoðun kann að fara fram á.

Skógrækt ríkisins hefur samið við Olíufélgaið ESSO um viðskipti stofnunarinnar með bensín, olíur og rekstrarvörur.

Fjármálastjóri hefur undanfarið unnið að úttekt á símakostnaði í samstarfi við starfsmann Landssímans.  Þetta er gert í framhaldi af þjónustusamningi sem S.r. og Landsíminn gerðu sín á milli í haust sem leið.  Þessari vinnu er ekki
að fullu lokið en óhætt er að segja að umtalsverðir fjármunir muni sparast hjá stofnuninni.