(Mynd: Ólafur Oddsson)
(Mynd: Ólafur Oddsson)
Í tilefni alþjóðlegs árs skóga var ákveðið að leita eftir samstarfi við Félag trésmiða um  „görnýtingu" á einu ákveðnu tré. Hugmynd var að sjá, með áþreifanlegum hætti, hversu marga og hvers konar gripi mætti vinna úr því.

Vegna áratugalangs samstarfs við Norðmenn á sviði skógræktar og þess vináttuvottar sem Oslóartréð er, var ákveðið að nýta það í þetta verkefni. Málið var kynnt á fundi Félags trérennismiða í smíðadeild Fölbrautarskólans í Breiðholti en þar hittast félagsmenn mánaðarlega. Geta má þess að innan félagsins eru einnig mjög liðtækir tálgarar svo reikna má að útkoman verði bæði renndir gripir og tálgaðir. Fjölmenni var á fundinum og tóku félagsmenn vel í hugmyndina.

Björn Júlíusson hjá umhverfissviði Reykjavíkurborgar var á staðnum með fulla kerru af alls konar kubbum og greinum sem starfsmenn sviðsins höfðu sneitt niður. Verkefnið er samstarfsverkefni Lesið í skóginn, umhverfissviðs og Félags trérennismiða en leitað verður til nokkurra skóla um að taka einnig efni til vinnslu. Uppskeran mun verða kynnt á fyrsta fundi félagsins í haust og sett upp sýning í framhaldi af því þar sem almenningi gefst færi á að sjá afrakstur verkefnisins.

Þeir sem áhuga hafa á verkefninu geta sent tölvupóst til Ólafs Oddssonar á (oli[hjá]skogur.is) og fengið nánari upplýsingar.


frett_09032011_1
Starfsmenn umhverfissviðs saga Oslóartréð niður í ýmisskonar búta. Auk þess má sjá Ólaf G. E. Sæmundsen, fyrrverandi starfsmann Viðarmiðlunar, veita ráðgjöf við sögunina.




frett_09032011_2







Rennismiðir sækja sér efni úr Oslóartrénu. Á miðri mynd má sjá Karl Helga, rennismið, standa við bút úr trénu en hann renndi fyrstu rauðgreniskálina á Íslandi á skógardegi í Haukadalsskógi árið 1997.








Texti og myndir: Ólafur Oddsson