Hallgrímur Indriðason, skipulagsfulltrúi Skógræktar ríkisins, hlustar á eitt öskudagsliðanna syngja …
Hallgrímur Indriðason, skipulagsfulltrúi Skógræktar ríkisins, hlustar á eitt öskudagsliðanna syngja af list.

Sungið fyrir starfsfólk í Gömlu-Gróðrarstöðinni

Öskudagslið í alls kyns búningum heimsóttu starfsfólk Norðurlandsskóga og Skógræktar ríkisins í Gömlu-Gróðrarstöðinni í dag og fengu góðgæti að launum.

Jafnvel þótt þetta sé nokkuð úrleiðis koma alltaf nokkur lið á hverju ári, gjarnan lið sem tengjast starfsfólkinu með einhverjum hætti. Hér má sjá nokkrar myndir af liðunum að syngja við raust á kaffistofunni í þessu gamla og virðulega húsi innst í Innbænum á Akureyri.

Texti og myndir: Pétur Halldórsson