Opinn dagur verður í Vaglaskógi, laugardaginn 18. júlí, frá kl. 14:00 - 17:00, í tilefni þess að 100 ár eru liðin síðan Skógrækt ríkisins hóf starfsemi þar og fyrsti skógarvörðurinn var settur.
 
Farið verður yfir sögu starfseminnar, ávörp verða flutt, boðið verður upp gönguferðir með leiðsögn auk þess sem viðarvinnsla og frærækt verða kynnt. Veitingar verða í boði.
 
Allir eru velkomnir!