(mynd: Sigurður Skúlason)
(mynd: Sigurður Skúlason)

Áætlunin fyrir Mela-, Stórhöfða- og Skuggabjargaskóg nær yfir 446hektarar svæði og þar af eru 373 ha innan girðingar. Skóglendi telst vera um 281 ha og þar af eru um 73 ha ófriðaðir.

Árið 1939 var Skógrækt ríkisins falin umsjón með landi ríkisjarðarinnar Skuggabjarga. Sama ár keypti stofnunin landspilduna Stórhöfða (Maríuskóg), en þar var um að ræða allt land jarðarinnar Þverár vestan Fnjóskár. Árið 1941 keypti Skógrækt ríkisins síðan hluta af landi jarðarinnar Mela, þ.e. Melaskóg. Heildarstærð þessa lands er um 1.120 ha.

Allur skógurinn innan bæjarins á Skuggabjörgum var friðaður árið 1941 og ári síðar var Skuggabjargaskógur utan bæjar friðaður. Áætlaðar framkvæmdir á árunum 2010-2019 ná samtals yfir 31,9 ha svæði. Mest er áætlað fyrstu fimm árunum eða um 20 ha. Nánast eingöngu er um að ræða grisjun og bilun. Ekki er lögð til nein uppbygging vegna ferðamennsku í Mela- Stórhöfða- og Skuggabjargaskógi. Hinsvegar er  skóglendið opið almenningi til útivistar og miðað við að upplifun gesta verði fyrst og fremst af tiltölulega lítt snortnum náttúruskógi. Eingöngu hefur verið gróðursett í skóglaus svæði og þá aðallega í landi Skuggabjarga. Fyrsta gróðursetning  er frá árinu 1981 og sú síðasta frá 1997. Samanlagt er búið að gróðursetja um 197.500 plöntur í tæpa 40 ha.Texti: Rúnar Ísleifsson, skógræktarráðunautur á Norðurlandi
Mynd: Sigurður Skúlason, skógarvörður Skógræktar ríkisins á Norðurlandi