Guðmundur Ólafsson nýráðinn framkvæmdastjóri Héraðs/Austurlandsskóga hefur verið að kynna sér aðstæður á nýja vinnustaðnum á mánudag og þriðjudag.  Hann flytur austur á næstu dögum ásamt fjölskyldu og tekur við starfinu um mánaðarmótin janúar- febrúar. 

Guðmundur er rekstrarfræðingur frá Bifröst og hefur að undanförnu gengt stöðu sölustjóra hjá fjölmiðlafyrirtækinu Norðurljósum.