Nýtt verkefni Pokasjóðs sem unnið er í samvinnu við Skógræktina og Landgræðsluna og kallast Nýmörk, felur í sér að gróðursettar verða um 200.000 trjáplöntur á ári næstu fimm árin eða alls um ein milljón plantna. Umsóknarfrestur er til 15. apríl.

Sjóðurinn leggur um 150 milljónir króna til verkefnisins. Nýmörk var sett á laggirnar í því skyni að nýta fjármuni úr Pokasjóði verslunarinnar til að styrkja skógræktarverkefni víðs vegar um landið.

Nú stendur einstaklingum og félagasamtökum til boða að sækja um styrki til slíkra verkefna og til þess þarf að hafa hentugt skógræktarland til umráða að tiltekinni lágmarksstærð. Pokasjóður leggur til fjármagn til kaupa á plöntum en skipulagning og fagleg útfærsla er í höndum Landgræðslunnar og Skógræktarinnar.

Lágmarksstærð landsvæðis sem til greina kemur er þrír hektarar og frístundalóðir koma ekki til greina. Svæði þarf það að vera afgirt og friðað fyrir beit.

Sótt er um styrki á vef Nýmerkur og umsóknarfrestur er til 15. apríl 2023.

Sækja um