Nú í vikunni opnaði Skógfræðingafélag Íslands nýja vefsíðu. Á henni segir:

„Það er von stjórnar félagsins að hún muni nýtast félagsmönnum og öðrum sem áhuga hafa á málefnum skógfræðinga. Það er hverju félagi nauðsynlegt að hafa einhvern miðil til að geta átt stöðug og góð samskipti bæði við félagsmenn sína og aðra sem félagið vill ná til. Skortur á slíkum miðli hefur staðið annars góðu starfi skógfræðingafélagsins fyrir þrifum."