Útiaðstaða í góðu skjóli við Vestrahúsið á Ísafirði þar sem Skógræktin nú komin með starfstöð í samf…
Útiaðstaða í góðu skjóli við Vestrahúsið á Ísafirði þar sem Skógræktin nú komin með starfstöð í samfélagi við Háskólasetur Vestfjarða og ýmis önnur fyrirtæki og stofnanir. Ljósmynd: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir

Skógræktin hefur flutt starfstöð sína á Ísafirði í nýtt húsnæði í Vestrahúsinu svokallaða við Suður­götu 12.

Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir eru í Vestrahúsinu, þar á meðal Háskólasetur Vestfjarða. Í húsinu eru sam­eiginleg fundarherbergi, kaffistofa og setustofa ásamt útisvæði. Fastir starfsmenn Skógræktarinnar með aðsetur á Ísafirði eru nú tveir, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, sviðstjóri skógarauðlindasviðs, og Kristján Jónsson skógræktarráðgjafi. Auk aðstöðu þeirra er aukaskrifborð fyrir starfsmenn sem koma þar ann­að slagið til að vinna.

Þessa dagana er unnið að endurbótum í Vestrahúsinu og meðal annars er verið að síkka þar glugga og bæta ýmsa aðstöðu. Að því búnu veður aðstaða á starfstöð Skógræktarinnar á Ísafirði til fyrirmyndar. Starfsemin nýtur góðs af því fjölbreytta samfélagi sem er í Vestrahúsinu.

Meðfylgjandi myndir tók Sigríður Júlía Brynleifsdóttir í nýju starfstöðinni í Vestrahúsinu.

Texti: Pétur Halldórsson