Ný og glæsileg skógræktarbók Skógarauðlindin – ræktun, umhirða og nýting er komin út. Bókin hentar skógarbændum, ásamt öllum þeim sem áhuga hafa á skógrækt. Hún gefur skýrt og greinargott yfirlit yfir helstu atriði sem hyggja þarf að við ræktun skóga. Farið er yfir undirbúning og skipulagningu skógræktar og helstu framkvæmdaratriði í ræktun og umhirðu miðað við íslenskar aðstæður. Bókin er gefin út af verkefninu Kraftmeiri skógur í samvinnu við Landbúnaðarháskóla Íslands og Landssamtök skógareigenda. 

Hægt er að panta bókina með því að senda póst á netföngin ritari@lbhi.is og hronn.lse@gmail.com. Verð bókarinnar er 5.100 kr. auk sendingar- og innheimtukostnaðar.