Skjámynd úr stiklu kvikmyndarinnar
Skjámynd úr stiklu kvikmyndarinnar

Milli fjalls og fjöru er titill nýrrar kvikmyndar Ásdísar Thoroddsen sem verður frumsýnd í Bíó Paradís í Reykjavík fimmtudaginn 21. október. Þar er sagt frá skógum á Íslandi og rakin saga skógeyðingar og skógræktar á Íslandi.

Í myndinni er m.a. rætt við vísindafólk, skógræktarfólk og bændur og í kynningu segir að hér komi fyrir almenningssjónir fræðileg kvikmynd með ljóðrænu ívafi. Fræðslunni sé beint að áhugafólki um land og sögu, landgræðslu og skógrækt, lærðum sem leikum.

Myndin er sýnd til skiptis ótextuð og textuð með enskum texta. Frumsýningin verður kl. 20.30 á fimmtudagskvöld án skjátexta og önnur sýning á föstudag kl. 18, þá með enskum texta.

Nánar á vef bíósins

Texti: Pétur Halldórsson