Í Þjórsárdalsskógi er unnið er að gerð nýrrar gönguleiðar frá Sandártungu yfir Sandá á nýrri göngubrú og inn í Selhöfða eftir s.k. Gvendarrana. Er verkefnið unnið í góðri samvinnu við Sjálfsbjörgu á Suðurlandi með styrk frá Ferðamálastofu. Enn á eftir að smíða skábrautir upp mesta hallann frá brúnni upp í skóg, en því lýkur vonandi í september. Á leiðin þá að verða fær fólki í hjólastólum með aðstoðmanni. Nú þegar er stígurinn opinn fyrir gangandi gesti. Eru sem flestir hvattir til að skoða þessa nýju leið sem liggur inn í einn fallegasta hluta Þjóðskógarins í Þjórsárdal. Til að komast að stígnum verður að aka malbikaðan Þjórsárdalsveg yfir Sandárbrú og um 2 km norður fyrir tjaldsvæðið í Sandártungu. Þar er nýr afleggjari sem liggur að bílaplani við nýju göngubrúna yfir Sandá.

frett_16082007_1

frett_16082007_2

frett_16082007_3

Meðfylgjandi myndir tóku Jóhannes H. Sigurðsson verkstjóri í Þjórsárdal og Hreinn Óskarsson skógarvörður.