Fánar þeirra fimm Norðurlandaþjóða sem funduðu á Héraði.
Fánar þeirra fimm Norðurlandaþjóða sem funduðu á Héraði.

Tveggja daga norrænum ráðherrafundi sem fram fór á Egilsstöðum lauk með heimsókn í Hallormsstaðaskóg í gær. Ásamt Jóhönnu Sigurðardóttir, forsætisráðherra Íslands, heimsóttu skóginn þeir Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur; Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs og Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, ásamt miklu fylgdarliði.

Hópurinn skoðaði trjásafnið í Hallormsstaðaskógi undir leiðsögn þeirra Þórs Þorfinnssonar, skógarvarðar á Hallormsstað, Hjörleifs Guttormssonar og Jóns Loftssonar, skógræktarstjóra Skógræktar ríkisins. Ráðherrarnir voru ánægðir með heimsóknina og þótti mikið til skógarins koma, eins og sjá má í frétt frá Morgunblaðinu.


Gengið um trjásafnið á Hallormsstað.Fleiri myndir frá heimsókninni má sjá í myndasafni.