Veturinn hefur verið snjóléttur á Héraði og mikið hefur verið grisjað í Hallormsstaðaskógi.  Auk starfsmanna Skógræktar ríkisins hafa nokkrir bændur á vegum Héraðsskóga einnig unnið við grisjunina.  Mest hefur verið grisjað í tiltölulega ungum (15-30 ára) lerkiteigum.  Á myndinni stendur Þór Þorfinnsson skógarvörður fyrir framan stóran viðarköst, sennilega þann
stærsta sem til hefur orðið úr íslensku timbri hingað til.