Dagana 24. og 25. febrúar var haldið námskeið  í sögun og þurrkun á Hallormsstað á vegum evrópuverkefnis Þorpsins. Þekkingarnet Austurlands og Þróunarfélag Austurlands, ásamt Menningarráði Austurlands, hlutu styrk frá Leonardo Starfsþjálfunaráætlun Evrópusambandsins til að þróa endurmenntun/starfsnám fyrir sjálflærða handverksmenn og menntaða hönnuði. Starfsnámið byggist á að nýta staðbundið hráefni. Verkefnið er þróað samhliða uppbyggingu Þorpsins á Egilsstöðum. Skógrækt ríkisins á Austurlandi er samstarfsaðili í verkefninu.

Aðalkennarar á námskeiðinu voru Ólafur Eggertsson, sérfræðingur á Mógilsá og Emil Nilsson, sænskur sérfræðingur á þessu sviði. Þátttakendur á námskeiðinu voru 16 talsins, allstaðar af landinu. Fjallað var um notagildi mismunandi trjátegunda, gæði og helstu einkenni. Þátttakendur kynntust mismunandi aðferðum við þurrkun, rakastig og mælingar og vinnuferli við sögun og þurrkun. Þeir öðluðust einnig grunnþekkingu í viðarfræði.

28022012_3

28022012_2

28022012_4

Myndir og texti: Þór Þorfinnsson