Um helgina var haldið fyrsta námskeiðið Lesið í skóginn og tálgað í tré á haustönninni í samvinnu við Garðyrkjuskólann.
Námskeiðið var haldið í Garðyrkjuskólanum og voru 10 þátttakendur á námskeiðinu.
Framundan eru námskeið fyrir starfsfólk Woldorfskólanna í Reykjavík, eitt námskeið á Reykhólum í Barðastrandasýslu og hið þriðja fyrir grunnskólakennara í Reykjavík sem eru þátttakendur í skólaþróunarverkefninu "Lesið í skóginn með skólanum".
Myndin sýnir hluta þátttakenda og  Guðmund Magnússon kennara leiðbeina á námskeiðinu.