Næst síðasti skógarskólinn verður til - Flúðaskóli er kominn í hópinn

Síðastliðinn miðvikudag var athöfn athöfn í Flúðaskóla þar sem formleg aðkoma skólans að skólaþróunarverkefninu ?Lesið í skóginn - með skólum? var innsigluð. Þar með var sjötti og næst síðastli ?Skógarskólinn? til.

Aðkoma Flúðaskóla að ?Lesið í skóginn - með skólum? er afar sérstök, því í raun má segja að verkefnið eigi rætur sínar að rekja til Flúðaskóla. Fyrstu sporin í þessa átt voru stigin í samstarfi Guðmundar Magnússonar, fyrrum smíðakennara við Flúðaskóla og Ólafs Oddssonar, fræðslufulltrúa Skógræktar ríkisins. Áður hafði Guðmundur dvalið erlendis og kynnt sér þar gamlar hefðir og vinnuaðferðir við viðarnýtingu úr skóginum.

Guðmundur og Ólafur hrundu af stað verkefni undir yfirskriftinni ?Lesið í skóginn ? Tálgað í tré? sem hófst með tálgunarnámskeiðum á sérstökum skógardögum, þar sem fólki var kennt hvað hægt er að gera við viðinn og hvernig nýta mætti hann beint úr skóginum. Tilraunir voru einnig gerðar í samvinnu við Flúðaskóla að tengja þessa vinnu öðru námi. Samvinna Guðmundar og Ólafs, og þær athuganir og tilraunir sem þeir gerðu, er grunnurinn af þeirri samþættingu sem verkefnið ?Lesið í skóginn - með skólum? felur í sér. Dagurinn í dag er því mikill hátíðsdagur í Flúðaskóla og verkefnið á óvíða betur við en einmitt þar.

Þeir sem undirrituðu samstarfssamning um framkvæmd skólaþróunarverkefnisins í Flúðaskóla voru; Guðjón Árnason, skólastjóri Flúðaskóla, Ólafur Oddsson, fræðslufulltrúi Skógræktar ríkisins, sem undirritar fyrir hönd Skógræktarinnar, Kennaraháskóla Íslands, Námsgagnastofnunar og Kennarasambands Íslands, Margrét Óskarsdóttir f.h. Kvenfélags Hrunamannahrepps og Sigríður Jónsdóttir f.h. Skógræktarfélags Hrunamanna.

Grenndarskógur Flúðaskóla verður skógarreitur í næsta nágrenni Flúðaþorps, í eigu Kvenfélags Hrunamannhrepps, en félagið mun afhenda skólanum skógarreitinn í þessum tilgangi. Auk þess að opna grenndarskóg, verður skólalóð Flúðaskóla endurskipulögð til að nýta megi umhverfi skólans til útikennslu í verkefninu ?Lesið í skóginn - með skólum?. Með hugmynd um grenndarskóg í nágrenni skólans er verið að stuðla að því enn frekar að skólalóðin sé námslegur vettvangur og opnar enn frekar fyrir samþættingu  skógarmenningar og daglegs skólastarfs.