Aðalsteinn sýnir nemendum á námskeiðinu hvernig hengja má poka framan á sig til að auðvelt sé að tín…
Aðalsteinn sýnir nemendum á námskeiðinu hvernig hengja má poka framan á sig til að auðvelt sé að tína í hann könglana.

Þrjátíu fræ í einum greniköngli

Skógræktarfélag Reykjavíkur hélt nám­skeið um frætínslu laugardaginn 1. októ­ber. Þar jós Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri Skógræktarinnar, af visku­brunni sínum um tré og trjárækt og kenndi handtökin við frætínsluna. Hlynur Gauti Sigurðsson, nýráðinn starfsmaður Skógræktarinnar með aðsetur á Vestur­landi, gerði myndband um námskeiðið.

Aðalsteinn Sigurgeirsson er skógerfða­fræð­ingur og eins og sést á mynd­band­inu svaraði hann margvíslegum spurn­ingum um tré, vöxt þeirra og fjölgun, um erfðabreytileika milli einstaklinga sem til dæmis birtist í mismunandi stærð köngla og fleira og fleira. Eitt af því sem kemur fólki ef til vill á óvart er að í einum sitkagreniköngli skuli geta verið um 30 fræ en um 10-20 í stafafuruköngli

Námskeiðið fór fram í Heiðmörk og hafði Else Möller skógfræðingur umsjón með skipulagningu þess. Farið var yfir hvernig fólk ætti að bera sig að við að safna fræjum af trjám, fjallað um hreins­un og aðra meðhöndlun fræja af mismun­andi trjátegundum, hvernig þau skyldu geymd og og loks hvernig standa skyldi að sáningu þegar þar að kæmi. Að sjálfsögðu var farið út í skóg til að tína tré og nemendur fengu ýmsar gagnlegar ráð­leggingar um aðferðir, búnað og fleira.

Hlynur Gauti rekur eigið kvikmyndafyrirtæki, Kvikland.

Frænámskeið í Heiðmörk

Texti: Pétur Halldórsson
Myndband: Hlynur Gauti Sigurðsson