Icelandic Forestry at Times of Climate Change

Gefin hefur verið út ensk útgáfa myndbandsins sem Skógrækt ríkisins gerði í tilefni af alþjóðlegum degi skóga, 21. mars 2015. Tilgangurinn er öðrum þræði að vekja athygli umheimsins á því að á Íslandi geti vaxið gjöfulir nytjaskógar og tækifærin séu mörg til nýskógræktar. Í myndbandinu er fjallað um hvernig bregðast má við þeim loftslagsbreytingum sem nú eru í gangi og búa skóga og skógrækt undir þær breytingar. Þröstur Eysteinsson samdi textann og er þulur í myndbandinu en Pétur Halldórsson sá um mynd- og hljóðvinnslu.