(mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir)
(mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir)

Fimmtudaginn 10. mars nk. mun Guðjón Jónsson, skógræktarmaður frá Fagurhólsmýri, sýna myndir frá skógrækt í Öræfunum en hann hefur haft veg og vanda af skógrækt á því svæði. Einnig mun Guðjón sýna nokkar myndir frá Skaftafelli og öðrum fallegum stöðum í Öræfunum.

Sýningin fer fram kl. 20:00 í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178.  Aðgangur er ókeypis og áætlað er að sýning taki um 1,5 klst. 


Mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir