Nú er enn eitt vádýrið komið til Íslands en það er hin illræmda mýfluga Moskito (Aedes sp.) sem íslendingar þekkja vel frá ferðum sýnum erlendis.

Það hefur vakið furðu manna um árabil af hverju hún hafi ekki numið land miklu fyrr þar sem hún er allt í kringum okkur, t.d. á Grænlandi og Svalbarða. Hugsanlega hafa hlýindin síðustu árin valdið því að hún berst hingað. Sem dæmi má nefna að nýliðinn marsmánuður var einn af þeim hlýjustu síðan mælingar hófust.

Flugan fannst í Fossvoginum í morgun en hún hafði flogið þar inn um gluggann þegar hlýnaði um eftirmiðdaginn í gær. Húsráðendur voru illa bitnir í morgun og náðu að handsama skaðvaldinn .  Dr. Guðveigur Halldórsson skógdýrafræðingur greindi kvikindið til ættkvíslar og komst að því að hér var um að ræða moskítómýflugu af ættkvíslinni Aedas en þær eru algengar í Skandinavíu.  Ekki er unnt að greina fluguna til tegundar að svo stöddu.

Þeir sem telja sig hafa orðið varir við skaðvaldinn vinsamlegast hafið samband við Dr. Guðveig í síma 893-0113.