Fjórði örfyrirlesturinn í tilefni alþjóðlegs árs jarðvegs

Mold og mynt er yfirskrift fjórða fyrirlestrafunds samstarfshóps um ár jarðvegs sem verður haldinn á veitingastaðnum Flórunni í Grasagarðinum Laugardal í Reykjavík miðvikudaginn 9. september.

Björn H. Barkarson, sérfræðingur í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, fjallar um vægi jarðvegs í grænu hagkerfi, Jón Örvar G. Jónsson, doktorsnemi i umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, um fjölþætt virði jarðvegs og Björn  Guðbrandur Jónsson, framkvæmdastjóri Gróðurs fyrir fólk í landnámi Ingólfs, um hagræna þætti við nýtingu lífrænna úrgangsefna til uppgræðslu í landnámi Ingólfs.

Að fyrirlestrunum loknum gefst gestum tækifæri til að spyrja frummælendur spurninga eða koma með stuttar hugleiðingar um viðfangsefni dagsins.