Adriana Binimelis Saez hefur lokið dvöl sinni á Hallormsstað og fært sig aftur á heimili sitt í Reykjavík.  Fyrir austan aflaði hún gagna í mannfræðirannsókn sinni til doktorsprófs.  Þar með er lokið fyrsta áfanga verkefnis hennar.  Adriana vill koma á framfæri þakklæti til starfsmanna skógræktarinnar sem hafa tekið henni vel.  Segist hún vera ánægð með dvöl sína og að vinna hennar hafi gengið vel.  Gerir Adriana ráð fyrir að koma austur að nýju vegna verkefnisins, en það verði að líkindum ekki fyrr en að ári.