Mynd: Umhverfisráðuneytið
Mynd: Umhverfisráðuneytið

Umhverfisfræðsluráð og Landvernd efndu til málþings um þjóðaráætlun um menntun til sjálfbærni fyrir skömmu. Þingið var fjölmennt og voru Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra meðal framsögumanna. Nú er hægt að skoða upptöku af erindum sem flutt voru á þinginu með því að smella hér.

Þrjú erindi voru flutt á þinginu: 

  • Drög að úttekt á menntun til sjálfbærni á Íslandi sem unnin er fyrir umhverfisfræðsluráð. Stefán Gíslason, Environice.
  • Umhverfislæsi – getum við lært af öðrum þjóðum? Andrés Arnalds, Landgræðslunni.
  • Þjóðaráætlun um menntun til sjálfbærni – hvað þarf til? Mike Littledyke og Rose Littledyke.

Að loknum erindum var efnt til pallborðsumræðna með þátttöku Þórunnar Pétursdóttur frá Landvernd, Eyglóar Friðriksdóttur, skólastjóra Sæmundarskóla í Reykjavík, Heimis Janusarsonar, fullrúa Alþýðusambands Íslands í umhverfisfræðsluráði, Maríu Guðmundsdóttur, frá Samtökum ferðaþjónustunnar, Gunnari Einarssyni, bæjarstjóri í Garðabæ og Ingólfi Ásgeiri Jóhannessyni, fulltrúi Getu rannsóknarhóps í HÍ og HA.

Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu Umhverfisráðuneytisins.

Frétt og mynd: Umhverfisráðuneytið