Áhrif öskufalls frá Heklugosum á gróður verða mun minni ef landið er vaxið skógi. Birki þolir til dæ…
Áhrif öskufalls frá Heklugosum á gróður verða mun minni ef landið er vaxið skógi. Birki þolir til dæmis töluvert öskufall en lággróðurinn kafnar

– staða og framtíðarhorfur verkefnisins

Hekluskógar bjóða til málþings í Gunnarsholti 16. apríl kl. 13 til 16.30. Hekluskógar hafa starfað að endurheimt birkiskóga í nágrenni Heklu frá árinu árið 2007 og hefur mikið áunnist í uppgræðslu og ræktun birkilunda frá því að verkefnið hófst.

Á málþinginu verður farið yfir stöðu verkefnisins, þann árangur sem náðst hefur og framtíðarhorfur verkefnisins á hinu víðfeðma starfsvæði Hekluskóga. Einnig verður fjallað um rannsóknaverkefni sem unnin hafa verið á starfsvæði verkefnisins og helstu niðurstöður þeirra.

Þingið hefst kl. 13.00 í Frægarði í Gunnarsholti og lýkur kl. 16.30. Dagskráin verður nánar auglýst síðar.