Ólafur Eggertsson, sérfræðingur í viðarfræði, fornvistfræði og áhringjafræði á Mógilsá, rannsóknasvi…
Ólafur Eggertsson, sérfræðingur í viðarfræði, fornvistfræði og áhringjafræði á Mógilsá, rannsóknasviði Skógræktarinnar, að grafa upp forna birkilurka á Breiðamerkursandi þar sem jökullinn hefur hopað. Skjámynd úr myndbandi Náttúrustofu Suðausturlands

Nýtt myndband frá Náttúrustofu Suðausturlands sýnir forna birkilurka sem starfsmenn stofunnar hafa grafið upp á Breiðamerkursandi þar sem jökullinn hefur hopað. , forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, skrifar um þetta á vef stofunnar. Beiðamerkurjökull hopar nú ört og þar sem ísinn leysir burt birtist nýtt land.

Á undanförnum árum hafa fundist gróðurleifar á Breiðamerkursandi þar sem áður lá jökull yfir. Á þeim er ljóst að gróður óx á svæðinu áður en jöklar gengu fram á litlu-ísöld (12-16. öld). Sumar þessara gróðurleifa hafa verið aldursgreindar og eru frá mun eldri tíð, frá því fyrir landnám.

Lengsti lurkurinn sem grafinn var upp í júní reyndist hálfur annar metri að lengd. Skjámynd úr myndbandi Náttúrustofu SuðausturlandsHaustið 2017 var grafinn út birkilurkur og aldursgreindur en sagt var frá þeim fundi í fjölmiðlum síðla árs 2017 sem vakti töluverða athygli. Lurkurinn reyndist vera um 3.000 ára gamall.

Starfsmenn Náttúrustofu Suðausturlands fóru 20. júní í sumar aftur á Breiðamerkursand ásamt samstarfsmönnum. Erindið var að grafa út aðra birkilurka sem höfðu fundist í jökulurðinni. Sigla þurfti yfir Jökulsárlón til að komast á áfangastað með verkfæri og tól.

Ein jökulkvíslin hefur grafið út djúpan farveg og þar fundust lurkar. Nokkra klukkutíma tók að grafa út lurkana, segir á vef Náttúrustofu Suðausturlands. Stærsta sýnið reyndist 1,5 m á lengd.

Sýnin voru pökkuð inn sérstaklega og flutt til frekari rannsókna og forvörslu. Frá niðurstöðum þeirra verður sagt frá síðar.

Á vef Náttúrustofu Suðausturlands má sjá stutta mynd um vinnuferðina í júní 2018, bæði á íslensku og ensku.

Texti upp úr frétt Náttúrustofu Suðausturlands: Pétur Halldórsson