TreProx-verkefnið um nýsköpun í þjálfun og aðferðum við viðarframleiðslu og staðlagerð verður kynnt á fundi í húsi Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti í Reykjavík mánudaginn 12. desember kl. 11. Aðgangur er öllum heimill og einnig verður kynningunni streymt á Youtube.

Úr vinnusmiðju TreProx-verkefnisins í Danmörku. Ljósmynd: Treprox.eu/Guðrún ÞórðardóttirTreProx stendur fyrir Innovations in Training and Exchange of Standards for Wood Processing sem á íslensku útleggst sem nýsköpun í þjálfun og aðferðum við viðarframleiðslu og staðlagerð. Þetta er evrópskt samstarfsverkefni þriggja norrænna háskóla ásamt Skógræktinni og Trétækniráðgjöf slf. og nýtur það styrks frá Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins.

Verkefnið hofst haustið 2019 og felur í sér að þróa námsefni og skipuleggja námskeið fyrir nemendur frá Íslandi, Danmörku og Svíþjóð. Þar hefur verið unnið að því að útbúa grunnfræðslu um framleiðslu skógarafurða á Íslandi og kenna aðferðir við vinnslu á hrátimbri úr skógum til viðarframleiðslu. Aðaláherslan er lögð á samskipti og samnýtingu efnis til kennslu, nemenda- og kennaraskipti, búa til staðla og skapa þekkingu fagaðila í viðarframleiðslu á Íslandi.

Kynningin á Keldnaholti hefst klukkan 11 mánudaginn 12. desember og er öllum opin. Henni verður líka streymt á YouTube á slóðinni www.youtube.com/@skogrktin8759.

Texti: Pétur Halldórsson