Þann 19. september fór Litla ljóðahátíðin fram í Hallormsstaðaskógi. Skáldin, þau Stefán Bogi Sveinsson, Steinunn Rut Friðriksdóttir, Arnar Sigbjörnsson og Þorsteinn Bergsson, fluttu frumsamin ljóð í skóginum fyrir um 40 gesti. Gengið var um skóginn með kyndla, kveiktur var bálköstur og boðið upp á ketilkaffi.

Fleiri myndir frá hátíðinni má finna á Facebook síðu Litlu ljóðahátíðarinnar.


Mynd: Litla ljóðahátíðin