Skógrækt ríkisins og Menningarráð Vesturlands bjóða til listsýningar í Jafnaskarðsskógi við Hreðavatn. Á sýningunni munu átta vestlenskir listamenn sýna verk sín í skóginum. Verkin eru af ýmsum toga en þau eiga það öll sameiginlegt að vera að mestu unnin úr efni úr skóginum.

Sýning verður formlega opnuð næstkomandi sunnudag, þ.e. 6. júlí og stendur fram í september. Skógurinn er að sjálfsögðu alltaf opinn gestum en listaverk Daggar Mósesdóttur, sem staðsett er í útihúsi við Hreðavatn, er aðeins hægt að skoða þegar starfsmenn Skógræktar ríkisins eru á svæðinu.