Hjólalið Skógræktarinnar 2017 stillir sér upp við fallega ösp í Reykjavík.
Hjólalið Skógræktarinnar 2017 stillir sér upp við fallega ösp í Reykjavík.

Allt skógræktarfólk hvatt til að heita á liðið til styrktar Landsbjörgu

Skógræktin sendir annað árið í röð tíu manna lið til leiks í hjólreiðakeppninni Wow Cyclothon. Tíu manna liðin verða ræst við Egilshöll í Reykjavík kl. 19 í kvöld. Ágóðinn af áheitasöfnun keppninnar í ár rennur til Landsbjargar.

Lið Skógræktarinnar tekur nú þátt í WOW Cyclothon í annað sinn. Flestir liðsmenn eru starfsmenn Skógræktarinnar, en einnig eru starfsmenn Landgræðslunni, Lýsi, Háskóla Íslands og Actavis. Liðið skipa: Björn Traustason, Hreinn Óskarsson, Kristján Jónsson, Pétur Halldórsson, Þór Þorfinnsson, Hjalti Þórhallsson, Gunnsteinn Ægir Haraldsson, Jóhann Thorarensen, Eiríkur Kristinsson og Helga Halldórsdóttir.


Liðið stefnir að því að ná betri tíma en í fyrra og setur markið á 32 km meðalhraða á klukkustund og samkvæmt því ætti ferðin að taka um 42 klukkustundir og liðið að koma í mark í Hafnarfirði um eittleytið á föstudag. Á meðfylgjandi korti má sjá hvenær áætlað er að liðið verði á tilteknum stöðum á landinu. Áhangendur eru eindregið hvattir til þess að koma og hvetja liðið áfram og sömuleiðis að heita á liðið á vef keppinnar og styðja þannig björgunarsveitir landsins. Áheitanúmer liðsins er 3056.


Texti: Pétur Halldórsson