Um helgina lauk Lesið í skóginn námskeiðinu Húsgagnagerð úr skógarefni hjá Landbúnaðarháskólanum. Það var ætlað fólki á Suðurlandi og var haldið í aðstöðu Skógræktarfélags Árnesinga á Snæfoksstöðum í Grímsnesi. Námskeiðið hófst á föstudegi og lauk seinni part laugardags. Námskeiðið var full setið af 15 þátttakendum og biðlisti fólks sem vildi komast að. Annað námskeið verður haldið eftir hálfan mánuð, á sama stað og er einnig full bókað.

16022012 (4).jpg16022012 (7).jpgÞátttakendur virðast vera ánægðir með dagskrána og verkefnin þó margir óski eftir því að námskeiðið væri lengra og í boði væru framhaldsnámskeið í svipuðum viðfangsefnum. Flestir eru sammála því að virk þátttaka þeirra í beinni vinnu sé það sem skiptir mestu máli við að læra réttu handtökin og kynnast íslensku skógarefni. Ánægjulegt er að sjá hvað þátttakendur koma úr mörgum starfsgreinum en þátttaka kennara, smiða skógareigenda og handverksfólks er áberandi meðal þátttakenda.

Einu sinni í mánuði er boðið upp á Lesið í skóginn námskeið í gegnum Handverkshúsið þar sem grunnatriði í tálgutækni og ferskum viðarnytjum er megin viðfangsefnið. Það sækja einnig kennarar, atvinnulausir, húsasmiðir, handverksfólk, læknar og leiðbeinendur af ýmsum toga.

Lesið í skóginn fræðsla fór fram í Hönnunardeild Iðnskólans í Reykjavík nú í vikunni, þar sem tálgun og ferskviðarnýting var hluti af hönnun og gerð tölvutösku. Tveir hópar fengu sömu kennslu, samtals um 15 nemendur. Þeir nutu þess að kynnast íslensku efni og læra tækni sem þeir geta haldið áfram að nýta sér í framtíðinni. Námskeiðið var framhald af tilraun sem gerð var fyrir ármót og þóttist takast vel.

Vikulega er Lesið í skóginn fræðsla fyrir tvo hópa í Hafnarfirði, annars vegar atvinnulausa og hins vegar fyrir geðfatlaða á vegum Rauð kross Hafnarfjarðar í Deiglunni og Læk.

Haldið verður kynningarnámskeið á Sólheimum í Grímsnesi í næstu viku og ferskviðarnytjar og tálgun hjá Grænni skógum á Vesturlandi. 



16022012 (3).jpg

16022012 (2).jpg

16022012 (7).jpg

16022012 (5).jpg

16022012 (1).jpg

Texti og myndir: Ólafur Oddsson og Ólafur G E Sæmundsen