Sameinuþjóðirnar helga árum ákveðin málefni og af því tilefni er venjan að gefa út íburðarmikla kaffiborðsbók um viðkomandi málefni. Var árið 2011 helgað skógum heims og af því tilefni ákveðið að gefa út bókina Skógar fyrir fólk.

Bókin Skógar fyrir fólk (e. Forests for people) er nú komin út og í henni er að finna eina grein íslenskra höfunda, þeirra Þrastar Eysteinssonar, sviðsstjóra þjóðskóganna og Ólafs Oddssonar, fræðslufulltrúa Skógræktar ríkisins. Efni greinarinnar er Lesið í skóginn og má segja að hún skipi heiðurssess í bókinni en hún er síðust.

Bókina er hægt að kaupa hjá útgefandanum Tudor Rose.