(Mynd: Ólafur Oddsson)
(Mynd: Ólafur Oddsson)
Eftir 10 ára þróunarstarf í skógartengdu útinámi hefur verið ákveðið að stíga ný skref á grunni þeirrar reynslu sem fengist hefur á þessum tíma.Verkefnisstjórn Lesið í skóginn fór fram á það við Ártúnsskóla, sem einna lengst hefur stundað farsælt skógartengt útinám í grenndarskógi sínum í Elliðaárdalnum, að hann tæki þátt í að þróa nýjar áherslur sem deila mætti til annarra í formi verkefna og reynslu. Um leið er fyrirhugað að verðsetja ýmsa þætti er lúta að þjónustu við skóla sem þurfa aðstoð við uppbyggingu á aðstöðu í grenndarskógum, s.s. vegna vinnu, ráðgjafar og efnis sem notað er. Við kortlagningu grenndarskógar Ártúnsskóla og gerð nytjaáætlunar var leitað eftir viðbrögðum starfsfólks skólans í þeim tilgangi að gera skipulag skógarins og nýtingaráætlunina markvissari.

frett_15032011_2frett_15032011_3frett_15032011_4frett_15032011_5Í dag voru fyrstu  símenntunarskrefin tekin með starfsfólki skólans. Jón Hákon Bjarnason fór í gegnun kortagrunninn og nytjaáætlunina og gerði grein fyrir helstu verðmætum svæðisins, einkennum og þeim möguleikum sem í því felast fyrir skógartengt útinám. Brynjar Ólafsson kynnti drög að nýrri aðalnámskrá grunnskóla sem er í vinnslu út frá markmiðum um sjálfbæra þróun og hvernig þau birtast og vinna má með þau í skógartengdu útinámi. Brynjar álítur að skógurinn sé sérlega góður vettvangur til að ná þeim markmiðum. Hann tengdi kenningar í uppeldisfræði og kennslufræði við markmið um sjálfbæra þróun í skólastarfi sem auðveldaði skilning á hagnýtum verkefnum vegna sjálfbærrar þróunar. Gunnar Gunnarsson íþróttafræðingur sem ný kominn er frá Noregi eftir 16 ára dvöl, sagði frá störfum sínum og menntun á sviði endurhæfingar og heilsueflingar í útivist með náttúrutengingum. Að lokum unnu þátttakendur hugmyndir að nýjum verkefnum á grunni nytjaáætlunarinnar undir stjórn Rannveigar, skólastjóra og Önnu Sigríðar, verkefnisstjóra í útinámi skólans.












































Texti og myndir: Ólafur Orddsson, fræðslufulltrúi Skógrækt ríkisins.