Frá námskeiði í húsgagnagerð úr skógarefni. Ljósmynd: Ólafur Oddsson
Frá námskeiði í húsgagnagerð úr skógarefni. Ljósmynd: Ólafur Oddsson

Tvö pláss eru enn laus á námskeiði um komandi helgi þar sem Ólafur Oddsson og Ólafur G.E. Sæmundsen kenna hvernig smíða má húsgögn úr skógarefni. Námskeiðið er á vegum Endurmenntunar LbhÍ.

Námskeiðið Húsgagnagerð úr skógarefni hefur þróast upp úr námskeiðinu Lesið í skóginn tálgað í tré sem hefur verið kennt í frá árinu 2001 og notið mikilla vinsælda. Námskeiðið er opið öllum og hentar m.a. kennurum, sumarbústaðafólki, skógareigendum, skógræktarfólki, handverksfólki og öðrum er vilja læra hvernig hægt er að smíða úr því efni sem er að falla til við grisjun.

Á námskeiðinu kynnist fólk eiginleikum einstakra viðartegunda og nýtingu grisjunarefnis í húsgagnagerð og aðrar hagnýtar nytjar. Þátttakendur kynnast fersku og þurru efni og samsetningu þess, læra að afberkja, ydda, setja saman og fullvinna húsgögn, m.a. setja saman kolla og bekki úr greinaefni og bolviði/skógarfjölum. Þá er yfirborðsmeðferð og fúavörn kennd á námskeiðinu.

Öll verkfæri og efni til staðar. Mikilvægt er að vera vinnufatnaði á námskeiðinu eða taka með
svuntu og fatnað eftir veðri. Námskeiðið fer fram hjá Skðógræktarfélagi Árnesinga á Snæfoksstöðum í Grímsnesi.

Upplýsingar og skráning