Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi og framkvæmdastjóri Hekluskóga, sést hér kynna Hekluskóg…
Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi og framkvæmdastjóri Hekluskóga, sést hér kynna Hekluskógaverkefnið á Landsýn, fræðaþingi landbúnaðarins 2014. Á þinginu 4. mars næstkomandi talar hann um hlutverk skóga fyrir ferðamennsku í landinu.

Fer fram á Hvanneyri 4. mars

Ráðstefnan Landsýn – vísindaþing landbúnaðarins, verður haldin föstudaginn 4. mars á Hvanneyri og hefst dagskráin klukkan 9.15. Að Landsýn standa auk Skógræktar ríkisins, Háskólinn á Hólum, Landbúnaðarháskóli Íslands, Landgræðsla ríkisins, Matís og Veiðimálastofnun.

Dagskráin skiptist í tvær málstofur fyrir hádegi og þrjár eftir hádegi. Fyrir hádegi verður annars vegar rætt um hvernig miðla megi vísindum og rannsóknarniðurstöðum á skiljanlegan hátt til almennings og þeirra sem einkum gætu nýtt sér þessa vitneskju. Hins vegar er málstofa um búfjár­rannsókn­ir þar sem fjallað verður um áhrif heygæða á afurðir og heilsufar sauðfjár, vaxtarhraða nauta, sauðfjár­rannsóknir á Hesti og rannsóknarþörf í búfjárrækt.

Eftir hádegi hafa ráðstefnugestir úr þremur málstofum að velja, um ferðamennsku, vatn og jarðræktarrannsónir. Spurt verður hvort ferðamenn beri með sér vandamál eða tækifæri og þar er til dæmis velt upp hlutverki skóganna fyrir ferðamennskuna. Í málstofu um ábyrga notkun vatns verður meðal annars komið inn á áhrif landnýtingar á vatn, malartekju og rask í ám, áhrif vatnsaflsvirkjana og neysluvatn. Þriðja málstofan er um jarðræktarrannsóknir og þar verður rætt um kornræktarrannsóknir, gras og túnrækt, rýgresisverkefni og rannsóknarþörf í jarðrækt.

Hægt er að skrá sig á Landsýn á vef Landbúnaðarháskóla Íslands. Sjá nánar HÉR. Enn er óskað eftir veggspjöldum og hægt að tilkynna um þau til 24. mars á netfangið landsyn@lbhi.is.

Dagskrá Landsýnar - vísindaþings landbúnaðarins

Salur: Ársalur

Hugleiðingar um rannsóknir
sameiginleg málstofa allra

Fundarstjóri: Björn Traustason
  • 09.15 Björn Þorsteinsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands
  • 09.20 Eru vísindin nógu opin fyrir gagnrýni? – Jón Ásgeir Kalmansson, Háskóla Íslands 
  • 09.50 Hvernig metum við hið margþætta gildi lands? – Brynhildur Davíðsdóttir, Háskóla Íslands
10.20 Kaffihlé

Salur: Ársalur

Upplýsingamiðlun

Fundarstjóri: Björn Traustason
  • 10.40 Það sem þú getur ekki útskýrt á einfaldan hátt, veistu ekki nógu vel – Pétur Halldórsson, Skógrækt ríkisins
  • 11.05 Eilíft reiptog blaðamannsins og vísindamannsins – Kjartan Hreinn Njálsson, Vísir - fréttastofa 365
  • 11.25 Hvernig má ná bestum árangri í miðlun fræðilegs efnis í fjölmiðlum? – Skúli Skúlason, Háskólanum á Hólum
  • 11.40 Rannsóknir fyrir landbúnað – úr tengslum við samfélagið eða vannýtt tækifæri? – Edda Olgudóttir, Sveinn Margeirsson og Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Matís
  • 12.00 Kynning á hádegisverðinum. Hvaðan er hráefnið? Hvaða meðhöndlun hefur það fengið frá ræktun - á diskinn?

Salur: Höfði

Búfjárrannsóknir

Fundarstjóri: Jón Hallsteinn Hallsson
  • 10.40 Áhrif heygæða á afurðir og heilsufar sauðfjár – Jóhannes Sveinbjörnsson, Landbúnaðarháskóla Íslands
  • 11.05 Vaxtarhraði íslenskra nauta – Þóroddur Sveinsson, Landbúnaðarháskóla Íslands
  • 11.25 Sauðfjárrannsóknir á Hesti – Emma Eyþórsdóttir/Jóhannes Sveinbjörnsson, Landbúnaðarháskóla Íslands
  • 11.40 Rannsóknaþörf í búfjarrækt – Starfsmenn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins
  • 12.00 Umræður


12.20 Hádegishlé

Salur: Ársalur

Ferðamenn - vandamál eða tækifæri

Fundarstjóri: Kristín Svavarsdóttir
  • 13.20 Ferðalög og ylrækt – sjálfbærni, skipulag og uppbygging áfangastaða Edward H. Huijbens, Rannsóknamiðstöð ferðamála og Háskólanum á Akureyri
  • 13.40 Náttúruvernd aukið álag, hvernig er hægt að bregðast við því? – Guðmundur Ingi Guðbrandsson Landvernd
  • 14.00 Hlutverk skóganna í ferðamennsku – Hreinn Óskarsson, Skógrækt ríkisins og Hekluskógum
  • 14.20 Matarferðaþjónusta – tækifæri og skapandi vöruþróun til sveita – Guðrún Þóra Gunnarsdóttir og Laufey Haraldsdóttir, Háskólanum á Hólum
  • 14.40 Matvælanýsköpun–þróun nýrra afurða í matarsmiðjum Matís –Margrét Eva Ásgeirsdóttir, Gunnþórunn Einarsdóttir og Guðjón Þorkelsson, Matís

Salur: Borg

Vatn - ábyrg notkun

Fundarstjóri: Sunna Áskelsdóttir
  • 13.20 Lifandi vatn – Hlynur Óskarsson, Landbúnaðarháskóla Íslands
  • 13.40 Vatnsrækt eða vatnsbúnaður. hvað vitum við um áhrif landnýtingar á vatn? – Bjarni Diðrik Sigurðsson, Landbúnaðarháskóla Íslands
  • 14.00 Malartekja og rask í ám – Þórólfur Antonsson, Veiðimálastofnun
  • 14.20 Áhrif smærri vatnsaflsvirkjana á lífríki og fiskstofna – Friðþjófur Árnason, Veiðimálastofnun
  • 14.40 Neysluvatn – vatnsbólin okkar – Páll Stefánsson, Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis

Salur: Höfði

Jarðræktarrannsóknir

Fundarstjóri: Jón Hallsteinn Hallsson
  • 13.20 Kornræktarrannsóknir undanfarinna ára – Jónatan Hermannsson, Landbúnaðarháskóla Íslands
  • 13.40 Gras og túnrækt – Guðni Þorvaldsson, Landbúnaðarháskóla Íslands
  • 14.00 PPP-rýgresisverkefnið – Áslaug Helgadóttir, Landbúnaðarháskóla Íslands
  • 14.20 Rannsóknarþörf í jarðrækt – Starfsmenn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins
  • 14.40 Umræður

Veggspjöld á 1. hæð

  • Kynning kl.15-16.30

Titil, höfundanöfn og ágrip skal senda fyrir 24. febrúar á netfangið landsyn@lbhi.is

Texti og mynd: Pétur Halldórsson