Fræðaþing landbúnaðarins í Salnum Kópavogi 23. febrúar

Aukið virði landafurða er viðfangsefni Land­sýnar, árlegs fræðaþings landbúnaðarins, sem haldið verður í Salnum Kópavogi föstudaginn 23. febrúar.

Að þinginu standa nokkrar stofnanir og fyrir­tæki sem tengjast landbúnaði, Matís, Hafrannsóknastofnunin, Landgræðslan, Skógræktin, Hólaskóli, Landbúnaðarháskóli Íslands og Matvælastofnun.

Hér fyrir neðan má sjá dagskrá þingsins. Full­trúi Skógræktarinnar meðal fyrirlesara er Ólafur Eggertsson, sérfræðingur á Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá. Erindi sitt nefnir hann „Nýjar og gamlar afurðir skóganna“.

Dagskráin hefst klukkan 10 og að loknum erindum verða pallborðsumræður sem lýkur uum kl. 16. Að því búnu flytur Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, lokaorð. Loks verður boðið upp á léttar veitingar
Fundarstjóri verður Ingveldur Geirsdóttir blaðamaður.

Skráning fer fram fyrir 20. febrúar á www.lbhi.is
Skráningargjald er kr. 5.000

Dagskrá

10:00-10:30 Aukið virði landbúnaðarafurða – hvað getur LbhÍ gert? Sæmundur Sveinsson, rektor LbhÍ
10:30-10:50 Frá akri/haga í maga. Björgvin Harðarson, bóndi í Laxárdal
10:50-11:10 Markaðsmál og alþjóðlegt samhengi. Hvar liggja tækifærin? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður
11:10-11:30 Neytandinn, merkingar matvæla, kröfur neytenda. Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu
11:30-11:50 Er/þarf hinn gullni meðalvegur að vera á milli steins og sleggju? Vífill Karlsson, auðlindahagfræðingur
11:50-13:00 Matur
13:00-13:15 Er þörf á nýsköpun í landbúnaði eða „erum við bara með‘etta“? Sveinn Margeirsson, Matís
13:15-13:30 Nýjar og gamlar afurðir skóganna. Ólafur Eggertsson, Skógræktin
13:30-13:45 Útflutningur dýraafurða – kröfur móttökuríkja. Þorvaldur Þórðarson, Mast
13:45-14:00 Virði afurðanna - hvert er það og hvert fer það? Jóhannes Sveinbjörnsson, LbhÍ
14:00-14:15 Ferðaþjónusta, nýting lands og landafurða. Laufey Haraldsdóttir, Háskólinn á Hólum
14:15-14:30 Kaffihlé
14:30-14:45 Ferskvatnsauðlindin. Eydís Salóme Eiríksdóttir, Hafrannsóknastofnun
14:45-15:00 GróLind – grunnur til að byggja á. Bryndís Marteinsdóttir, Landgræðslan
15:00-16:00 Pallborðsumræður
16:00 Lokaorð Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra