Á dögunum var haldið námskeið í trjáfellingum og meðhöndlun keðjusaga í starfsstöð Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi. Þriggja daga námskeið þar sem nemendum var kennt á þann öryggisbúnað sem nota þarf við trjáfellingar og eins hvernig standa skuli að umhirðu keðjusagarinnar. Einnig voru undirstöðuatriði grisjunar kennd og hvernig standa skuli að grisjun skóga. Farið var í gegnum mikilvægi réttrar líkamsbeitingar við trjáfellingar enda bakmeiðsli þekkt vandamál. Flestir voru nemendurnir starfsmenn frá fyrirtækjum og stofnunum á Suðurlandi sem eru að grisja skóga. Eins voru í hópnum einstaklingar sem voru að auka þekkingu sína.


Texti og mynd: Landbúnaðarháskóli Íslands