Í tilefni 100 ára afmælis laga um skógrækt og varnir gegn uppblæstri lands stendur Skógrækt ríkisins fyrir kynningu í verslunarmiðstöðinni Smáralind í Kópavogi. Kynningin saman stendur af 12 myndum úr starfi Skógræktarinnar, sem hver er með stuttum skýringartexta. Myndirnar eru dreifðar á áberandi stöðum á efri hæð Smáralindar og fá að standa til jóla. Þannig ætti stór hluti landsmanna að sjá þær.

Myndirnar tóku starfsmenn Skógræktarinnar, þeir Hrafn og Hreinn Óskarssynir, Þröstur Eysteinsson og Ólafur Oddsson.