(mynd: Sigurður Skúlason)
(mynd: Sigurður Skúlason)

Fræðslufundir í Skagafirði og Eyjafirði 26. og 27. mars

Norðlendingum gefst færi á að fræðast um kynbætur á íslensku birki á tveimur fundum sem nú eru á döfinni í Skagafirði og Eyjafirði. Á fundunum talar Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur um fjörutíu ára kynbótastarf á íslensku björkinni. Vakin er athygli á því að þessir fundir voru áður auglýstir 19. og 20. mars en þeim var frestað um viku vegna veðurútlits.

Fyrri fundurinn verður því á Kaffi Krók á Sauðárkróki miðvikudagskvöldið 26. mars kl. 20 og sá síðari í Gömlu-Gróðrarstöðinni á Akureyri kvöldið eftir, fimmtudagskvöldið 27. mars, einnig kl. 20.

Skógræktar- og garðyrkjufélög Eyjafjarðar og Skagafjarðar standa fyrir fundunum. Með kynbótastarfinu er markmiðið að skapa úrvalsyrki sem henta við ýmsar aðstæður og reynt er eftir megni að minnka áhrif fjalldrapans í birkinu. Tvö yrki eru komin á markað, Embla og Kofoed, og í sjónmáli er íslenskt yrki með rauðan blaðlit og hvítan stofn sem mun henta vel sem garðtré.

Allir sem áhuga hafa eru velkomnir á þessa fundi.