Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur talar á fræðslufundi

Fimmtudagskvöldið 27. mars standa Skógræktarfélag Eyfirðinga og Garðyrkjufélag Eyjafjarðar fyrir fræðslufundi um rannsóknir og kynbætur á íslensku birki. Á fundinum talar Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur sem um langt árabil hefur stundað kynbætur á íslensku björkinni með það að markmiði að framleiða úrvalsyrki sem henta við ýmsar aðstæður.

Fundurinn hefst kl. 20 í Gömlu-Gróðrarstöðinni við Krókeyri á Akureyri. Allir sem áhuga hafa eru velkomnir svo lengi sem húsrúm leyfir.