Aðalfundur Landverndar sem haldinn var fyrir skömmu samþykkti að Landvernd skyldi stofna til samstarfs við Skógræktarfélag Íslands um stofnun Kolefnissjóðs Íslands. Tilgangur sjóðsins er að virkja almenning og fyrirtæki til þátttöku í einu mikilvægasta og erfiðasta verkefni á sviði umhverfisverndar, að draga úr uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum. Sjóðinum verður ætlað að stuðla að verndun jarðvegs og gróðurs og að afla fjár til ræktunar sem sannanlega felur í sér bindingu kolefnis í jarðvegi eða gróðri.

(landbunadur.is, 21/5 2003)