Vaglir á Þelamörk
Unnið er að grisjun þar og í undirbúningi er að hanna reiðstíg frá hliðinu og yfir í hinn endann á girðingunni til að  bæta aðgengi og umferð hestamanna. Sá stígur getur einnig nýst stofnuninni til vinnu á svæðinu.
Raflína hefur verið hækkuð á köflum í girðingunni og áætlað að þar verði stígur undir.
Hvers konar vélavinna og framkvæmdir á þessu svæði verða æ vandasamari með vaxandi kröfum um mengunarvarnir vegna vatnsbóls Akureyrarbæjar fyrir neðan girðinguna.

Tveir á Þungavinnuvélanámskeiði
Þar sem búist er við að koma muni bráðlega aukið fjármagn til tækjakaupa voru tveir tækjamenn  sendir á námskeið í meðferð öflugra skógvinnuvéla.

Fræræktin
Þröstur og Hrefna huga nú að kynbóta- og fræframleiðsluplöntunum. Allt birki hefur verið flutt úr fræhúsinu til að skapa meira rými fyrir stækkandi lerkið.

Fræðsla á Norðurlandi

Nú standa yfir námskeið á vegum Skógarþjónustunnar, Landgræðslunnar og Norðurlandsskóga fyrir verðandi og núverandi skógarbændur m.a. á Blönduósi.