Smíða- og líffræðikennarar sóttu námskeið hjá Skógrækt ríkisins á Mógilsá. Dagana 31. ágúst og 1.sept. var haldið námskeið fyrir smíðakennara og líffræðikennara í grunnskólum Reykjavíkur á Mógilsá.Tilgangur námskeiðsins var að tengja saman vistfræði skógarins og skógarnytjar. Kennurum var kennt að nota hnífa og exi til að vinna í ferskan við, sem sóttur var í skóginn á Mógilsá.