Rætt við Hraundísi Guðmundsdóttur í Landanum

Í Landanum í Sjónvarpinu á sunnu­daginn var rætt við Hraundísi Guð­mundsdóttur, skógfræðing og skóg­ræktar­ráðgjafa hjá Skógræktinni, sem jafnframt er ilmolíufræðingur. Hún fram­leiðir ilmolíur úr plöntum, meðal annars íslenskum trjám. Hraun­dís ætlar að hjálpa fólki í Kenía sem vill stíga fyrstu skrefin í vinnslu ilm­kjarna­olíu og koma þannig undir sig fótunum.

Eins og segir í kynningu þáttarins fer Hraundís út í skóg, klippir trjágreinar og eimar svo heima hjá sér í gömlum mjólkurtanki.

„Til þess að vita hver virkni hverrar olíu er þá sendi ég þær allar til Frakklands í efnagreiningu og síðan fæ ég lista af efnum sem eru í þeim og les úr því,“ segir Hraundís.

Það þurfti að fella hvítþin í Skorradal sem er sjaldgæfur í skógum á Íslandi og hún nýtur góðs af því. Raunar var bæði búinn til skúlptúr úr trénu og svo notar Hraundís olíuna úr greinunum.