Hvernig á fólk að velja sér farveg í öllum þeim mörgu tækifærum sem nú blasa við nemum í skógvísindum og skyldum greinum? Um þessar spurningar verður fjallað á vefnámskeiði sem er á dagskrá evrópsku skógarvikunnar miðvikudaginn 24. nóvember.

Tilgangur námskeiðsins er að slá á áhyggjur fólks af því hvernig störf þeirra og verkefni muni þróast á komandi árum og benda fólki á hvernig það geti tekist á við úrlausnarefni eða ný og nýstárleg viðfangsefni. Þetta verður gert með því að sýna og kynna árangursrík dæmi. Kynnt verður fagfólk sem hefur valið starfsferli sínum óhefðbundna farvegi, skipt um vinnu, lagt hugmyndir til hliðar, haldið áfram veginn ...

Fimm frummælendur hvaðanæva úr Evrópu tala á námskeiðinu, fólk sem stundaði nám í skógartengdum greinum en hefur lent í óvæntum störfum. Á námskeiðinu fær fólk því innsýn í hvernig græn störf í skógargeiranum eru að þróast og sýnt fram á að það er ekki lengur dirfska eða sérviska að velja sér óhefðbundnar leiðir á starfsferlinum heldur er það orðið raunveruleiki margra - og gaman!

Nánar um viðburðinn

Texti: Pétur Halldórsson